Áfangar og námsáætlanir

HVM203

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
HVM203 Handavinna málmiðna

Markmið

Nemendur kynnist helstu handverkfærum, sem knúin eru rafmagni eða lofti og sam-
þætta þá þekkingu úr undafaranum HVM 103. Auk þess þurfa þeir að geta nýtt sér
verklega færni úr grunnáföngum eins og rennismíði, plötuvinnu og suðuáföngum.
Að áfanganum loknum eiga nemendur að þekkja
• hin ýmsu svið málmsmíða
• raf- og/eða loftknúnar handslípivélar og slípiskífur sem hæfa viðkomandi verkefnum og áferðarkröfum, auk öryggisþátta þeim tengdum
• mismunandi gerðir meitla og hitameðferð þeirra
• listræn svið málmsmíða, m.a. hitameðferð á smíðajárni (eldsmíði) og málmsteypa
• helstu gerðir slípisteina og slípibanda.

Að áfanganum loknum eiga nemendur að geta
• samþætt þá þekkingu, sem þeir hafa aflað þér úr HVM 103, auk þess grunnþekkingar úr suðu og vélavinnuáföngum og nýtt sér það við mámsmíðar
• valið handverkfæri sem henta mismunandi smíðaformum og efnistegundum
• unnið sjálfstætt að hinum ýmsu smíðaverkþáttum, svo sem við skrúfstykkjavinnu, borvélavinnu, einfaldari fræsifræsi- og rennivinnu og suðuvinnu.
• unnið við smíði verkefna sem tengjast m. a. hitameðferð (eldsmíði) einfaldra hluta
• sýnt samstarfs- og aðlögunarhæfni við vinnu hóp.

Námsfyrirkomulag

Í verklega hlutanum er lögð áhersla á frekari þjálfun í notkun handverkfæra, þ.m.t. handslípivélavið skrúfstykkjavinnu. Unnið er með handverkfærum og ýmsum spónvinnsluvélum s.s. standborvélum, fræsivél og í rennibekkjum við smíði verkefna, auk fjölmargra verkþátta sem tengjast suðum og hitameðferð.- Smíðisgripir eru oftast tveir, og er annar þeirra ýmist eldsmíðaður eða steyptur hlutur. Í bóklega hlutanum er kennd áhaldafræði sem tengist þessum áfanga. Auk þess er kenndur iðnreikningur, sem tengist borvinnu, slípun, eldsmíði og flatar- og rúmmáli (þyngd hluta). Kennslustundir eru að jafnaði fjórar á viku fyrir verklega hlutann, en tvær fyrir bóklega hluta áfangans. Verklegi hlutinn, þ.e. smíðisgripir nemenda eru metnir í lok hverrar annar. Hann gildir 75 % af áfangaeinkunn. Í bóklega hlutanum hefur verið lögð áhersla á símat (skyndipróf) og / eða lokapróf í síðasta hluta annarinnar. Bóklegi hlutinn gildir 25 %.

Námsáætlun