Áfangar og námsáætlanir

HVM103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
HVM103 Handavinna

Markmið

Að loknu námi í áfanganum eiga nemendur að þekkja:
• hvernig handverkfærum skal beitt
• gerð handverkfæra og mismunandi gæði þeirra
• ólíkar gerðir handsagarblaða, þjala, meitla og hamra ásamt notkun þeirra
• helstu handverkfæri til skrúfuskurðar
• mælitæki og hjálpartæki við uppmerkingar ásamt notkun þeirra
• slípibönd og smergilsteina

Að loknu námi í áfanganum eiga nemendur að geta:
• valið bora eftir efnum sem bora skal og snúningshraða eftir borstærð og efnum
• valið rétt sagarblöð fyrir mismunandi efni og beitt þeim
• valið réttar þjalir fyrir mismunandi efni t.d. stál, ál og kopar með tilliti til mismunandi lögunar, nákvæmni og áferðar
• beitt helstu gerðum hamra með mismunandi lögun og þyngd
• valið rétta borvél og snúningshraða eftir borstærð og efni
• notað tommustokk og rennimál
• beitt helstu hjálpartækjum, t.d. rissnál, vinkli, hæðarrissi og hringfara við uppmerkingu fyrir vinnslu s.s. fyrir borun, beygingu, skurð og klippingu
• formað einfalda nytjahluti
• skrúfuskorið (snittað)

Námsfyrirkomulag

Nemendur skulu kynnast notkun helstu handverkfæra og vera færir um að velja þau og nota til smíða. Þeir kynnast eðli og formunarmöguleikum helstu smíðamálma. Nemendur læra að beita algengum mælitækjum og gera sér grein fyrir því hve nákvæm vinnubrögð eru mikilvæg við málmsmíði. Að áfanganum loknum geta nemendur smíðað einfalda gripi.

Námsáætlun