Áfangar og námsáætlanir

GÆV101

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
GÆV101 Gæðavitund

Markmið

Að loknu námi í áfanganum eiga nemendur að þekkja:
gildi viðskiptamanns fyrir fyrirtækið
• gæðastaðla
• gæðahandbók og notkun hennar
• gæðavottun, undanfara hennar og orsakir þess að fyrirtæki eru vottuð
• gæðahugtakið og grunnhugmyndir gæðastjórnunar
• dæmi um vel heppnað gæðastarf í fyrirtækjum

Að loknu námi í áfanganum eiga nemendur að geta:
• unnið markvisst í gæðahóp í sínu vinnuumhverfi
• hagnýtt sér verklagsreglur við vinnu sína
• lagt fram tillögur um úrbætur á vinnuferlum

Námsfyrirkomulag

Nemendur eiga að kynnast grundvallarhugtökum gæðastjórnunar og þeim skal vera ljóst hvers vegna fyrirtæki taka upp gæðakerfi og sækjast eftir vottun. Þeir læri að skilja hvaða áhrif gæðakerfi getur haft á starfsumhverfi þeirra. Að áfanganum loknum eru þeir færir um að taka þátt í skipulögðu gæðastarfi á vinnustað.

Námsáætlun