Vörðuvika

  • 28.9.2020 - 2.10.2020

Föstudaginn 25. september birtist vörðumat (miðannarmat) í Innu . Vikuna 28. september - 2. október munu kennararnir (nema íþróttakennarar og kennarar í lotum í bíliðngreinum) hafa samband við sína nemendur. 

Tilgangur vörðumats og vörðuviðtala er að meta stöðu nemenda í náminu og skoða hvort eitthvað þarf að laga eða staðfesta að allt sé í góðu lagi. Nemendur þurfa að líta í eigin barm og skoða stöðuna.

Vörðuviðtölin eiga að fara fram í síma eða rafrænt. Viðtölin eru í hverjum áfanga fyrir sig (nema í lotum bíliðngreina og íþróttum) samkvæmt stundatöflunni en nemendur eiga líka að nýta tímann í sjálfstæða verkefnavinnu. Í fámennum hópum fara viðtölin bara fram i fyrri tímum vikunnar og  mæting í skóla eða á neti í seinni tímana. Í fjölmennum hópum verða viðtölin alla vikuna og nemendur eru þá alfarið i sjálfstæðri verkefnavinnu.

Það er ekki frí - kennarar úthluta verkefnum og segja nánar til um skipulagið í hverjum áfanga fyrir sig.