Dagatal

Hér er hægt að nálgast dagatalið á pdf formi:
Skóladagatal haustannar 2018
Skóladagatal vorannar 2019

Dagatal bíltæknibrauta haust 2018

Varða - miðannarmat

  • 25.9.2018

Vörðuviðtöl fara fram þriðjudaginn 25. september 2018

Fyrra miðannarmat annarinnar verður komið inn mánudaginn 24. september. Ef nemandi fær V eða O í miðannarmati í einhverjum fögum á að mæta í vörðuviðtal til kennara í þeim fögum. Viðtalið er ætlað til að leiðbeina um hvernig hægt er að bæta ástundun og þar með árangur.

Hefðbundin kennsla verður í fyrstu tveimur kennslustundunum, þ.e. kl. 8:10 – 10:05, og allan daginn í lotum í bílgreinum og á sérnámsbraut.

Ef nemandi mætir ekki í viðtal verður hann kallaður til skólameistara.

Þeir nemendur sem eru í fyrsta fjórðungi stafrófsins, A - D, eiga að mæta kl. 10:25 – 11:20. Nemendur sem þurfa að tala við fleiri en tvo kennara skulu nýta tímann til kl. 12:20.

Þeir nemendur sem eru í öðrum fjórðungi stafrófsins, E - Í, eiga að mæta kl. 11:25 – 12:20. Nemendur sem  þurfa að tala við fleiri en tvo kennara skulu nýta tímann frá kl. 10:25.

Þeir nemendur sem eru í þriðja fjórðungi stafrófsins, J - P, eiga að mæta kl. 13:00 – 13:55 . Nemendur sem þurfa að tala við fleiri en tvo kennara skulu nýta tímann til kl. 14:55.

Þeir nemendur sem eru í síðasta fjórðungi stafrófsins, R - Ö, eiga að mæta kl. 14:00 – 14:55. Nemendur sem þurfa að tala við fleiri en tvo kennara skulu nýta tímann frá kl. 13:00.

Mikilvægt er að nemendur mæti á réttum tíma til að dreifa álaginu. Óhjákvæmilega myndast samt einhverjar biðraðir til kennaranna og eru nemendur beðnir að sýna þolinmæði. Nemendur verða að kynna sér listann með staðsetningu kennaranna og skrifa hjá sér hvar þeir kennarar eru sem þeir þurfa að tala við.