Val fyrir vorönn 2022

  • 20.10.2021 - 29.10.2021

Miðvikudaginn 20. október kl. 9:45-11:35 fellur niður kennsla vegna vals hjá öllum nema nemendum í verklegum áföngum og á sérnámsbraut.

Nú er komið að því að nemendur skrái áfanga fyrir næstu önn en nemendur eiga að leita til umsjónarkennara, sviðsstjóra, deildarstjóra, áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa, sjá nánar skipulag valdags . Athugið að nemendur á sérnámsbraut og í verknámi þurfa ekki að velja.

Þeir nemendur sem sjá fram á að geta útskrifast á næstu önn verða að vera vissir um að skrá þá áfanga sem þeir eiga eftir að taka og leita til sviðstjóra, deildarstjóra, áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa til að fullvissa sig um að rétt sé valið.

Valið fer fram í Innu eins og undanfarnar annir. Nemendur velja áfanga í samræmi við brautarplön. Að jafnaði velja nemendur 30 til 35 einingar og einn til tvo áfanga til vara. Hér má finna leiðbeiningar vegna valsins í Innu.

Leiðbeiningar vegna vals

Nemendur í listnámi

Upplýsingar fyrir nemendur á listnámsbraut .

Nemendur í bóknámi

Skipulag bóknáms næstu fjórar annir

Upplýsingar fyrir nýnema bóknáms