Val fyrir haustönn 2021

  • 10.3.2021 - 17.3.2021

Nú er komið að því að nemendur velji sér áfanga fyrir næstu önn. Hér eru nytsamlegar upplýsingar en nemendur geta einnig leitað til umsjónarkennara, sviðs- og deildarstjóra og áfangastjóra. Athugið að nemendur á sérnámsbraut, í verknámi og á framhaldskólabrautum þurfa ekki að velja.

Þeir nemendur sem sjá fram á að geta útskrifast á næsta skólaári er sérstaklega bent á að leita til sviðstjóra og/eða náms- og starfsráðgjafa varðandi aðstoð við valið.

Valið fer fram í Innu eins og undanfarnar annir. Nemendur velja áfanga í samræmi við brautarplön sem finna má á vef skólans. Að jafnaði velja nemendur 30 til 35 einingar og einn til tvo áfanga til vara. Hér má finna leiðbeiningar vegna valsins í Innu.

Áfangaframboð bóknáms næstu þrjár annir.