Dagatal

Hér er hægt að nálgast dagatalið á pdf formi:

Skóladagatal nemenda á vorönn 2020

Skóladagatal starfsfólks vorönn 2020

Skóhlífadagar

  • 12.2.2020 - 13.2.2020

Skóhlífadagar fara fram dagana 12. og 13. febrúar. Skóhlífadagarnir eru þemadagar sem skipulagðir eru af Nemendafélagi Borgarholtsskóla. Um er að ræða tveggja daga dagskrá þar hefðbundin kennsla er felld niður en í staðinn sækja nemendur námskeið að eigin vali, tvö á miðvikudag og eitt á fimmtudag.

Það er skyldumæting og nemendur fá afhent danskort á fyrsta námskeiðinu sem þeir þurfa svo að skila á skrifstofu skólans, útfylltu af kennurum í lok hvers námskeiðs til að fá ekki fjarvist.

Skráning er nú hafin fyrir þessa daga á skohlifadagar.net og lýkur á mánudaginn, 10. febrúar kl.23:59. Endilega skráið ykkur sem fyrst svo þið komist á þau námskeið sem þið viljið.

Ef skráning vefst fyrir ykkur getið þið fengið aðstoð í matsal skólans á mánudaginn 10. feb. kl. 8:10-10:25.