Innritun á haustönn 2021

  • 8.3.2021 - 10.6.2021

Forinnritun 10. bekkinga fer fram 8. mars til 13. apríl
Forinnritun nemenda sem ljúka munu 10. bekk vor 2021 (fæddir 2005 eða síðar) hefst 8. mars og lýkur 13. apríl nk. Nánari upplýsingar á vef Menntamálastofnunar .

Lokainnritun 10. bekkinga fer fram 6. maí til 10. júní
Nemendur í 10. bekk geta sótt um eða breytt umsóknum sínum á þessu tímabili, allt fram til miðnættis 10. júní.

Innritun eldri nemenda fer fram 5. apríl til 31. maí
Eldri nemendur (fæddir 2004 og fyrr) geta sótt um frá 5. apríl til 31. maí. Nánari upplýsingar á vef Menntamálastofnunar

Kynning á skólanum.

Dagskóli

Nám í boði

*Nemendur, sem óska eftir að stunda nám á afreksíþróttasviði, sækja um skólavist á bóknámsbraut rafrænt eins og aðrir. Því til viðbótar þurfa þeir að sækja um á afreksíþróttasviði á sérstöku eyðublaði til og með 10. júní 2021.

Inntökuskilyrði
Innritunargjöld

Nám með vinnu (dreifnám)

Félagsvirkni- og uppeldissvið

Búið er að opna fyrir umsóknir um nám á félagsvirkni- og uppeldissviði fyrir haustönn 2021.
Sótt er um námið á rafrænu umsóknareyðublaði .
Umsóknarfrestur er til 10. júní 2021.
Nánari upplýsingar gefur Marín Björk Jónasdóttir, sviðsstjóri, marin.jonasdottir@borgo.is

Málm- og véltæknisvið

Sótt er um rafrænt og má nálgast umsóknarformið hér .
Umsóknarfrestur er til 10. júní 2021.
Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Ómarsson, deildarstjóri, í síma 535 17 00 eða með tölvupósti á adalsteinn.omarsson@borgo.is.