Heilsuvika Borgarholtsskóla

  • 26.9.2022 - 30.9.2022

Vikuna 26.-30. september er íþróttavika Evrópu en það er einnig heilsuvika Borgarholtsskóla. Í tilefni af því verður dagskrá í skólanum.

Dagskrá er eftirfarandi:
Mánudaginn 26. september, sem er fyrsti dagur heilsuvikunnar, er mesta dagskráin. Þann morgun verður nemendum boðið upp á ávexti og lýsi í anddyrum skólans.
Kl. 8:10-10:15 er hefðbundin kennsla samkvæmt stundaskrá.
Í 3. og 4. tíma, klukkan 10:35-12:40 fellur niður hefðbundin kennsla en í staðinn velja nemendur sér hreyfingu á vefsíðu sem tengist deginum.
Það er skyldumæting fyrir alla nemendur.

Mælt er með að nemendur skrái sig sem fyrst eftir að skráning opnar þar sem námskeið fyllast oft fljótt.
Í hádeginu á mánudaginn kemur Þorgrímur Þráinsson í heimsókn og ræðir við nemendur um hreyfingu og heilsu.

Eftir hádegi eru tímar skv. stundaskrá.

Dagskrá vikunnar: 


Alla vikuna verður í gangi Instagramleikur og í hvert skipti sem nemandi setur inn mynd eða myndband af sér á Instagram og taggar borgo_skoli og nfbhs kemstu viðkomandi í pott og getur átt von á góðum vinningum í lok vikunnar. Því oftar sem þetta er gert aukast líkurnar á vinningi á föstudag.

Þriðjudaginn, 27. september býður Flosi leiklistarkennari upp á zumba í matsalnum í hádeginu. 
Miðvikudaginn 28.september verður keppni í reiptogi milli nemenda og starfsfólks í matsal skólans í hádegishléinu og nemendafélagið verður með íþróttakahootkeppni.
Fimmtudaginn 29.september verður Jóhanna jógakennari með jóga í matsalnum í hádeginu.
Föstudaginn 30.september verður Silja Úlfarsdóttir með fyrirlestur í hádeginu í matsalnum um hreyfingu og heilsu.
Föstudaginn 30. september verður dregið út í Instagramleiknum.

Nemendur eru hvattir til að taka þátt í heilsuvikunni, mæta í matsalinn í hádegishléum og taka þátt í instagram leiknum.