Heilsu- og forvarnardagurinn

  • 4.10.2019

Föstudaginn 4. október næstkomandi er heilsu- og forvarnadagur í skólanum eins og undanfarin ár.

Kl. 8:10 - Þegar nemendur mæta í skólann verður þeim boðið upp á ávexti og lýsi.
Kl. 8:10 -9:05 er tími skv. stundaskrá.
Kl. 9:10-10:05 er hefðbundin kennsla að því undanskildu að nýnemar fara í gegnum efni tengt forvarnadeginum.
Kl. 10:05 - 10:25 stjórnendur bjóða upp á hafragraut í matsal.
Kl. 10:25 - 12:20 fara þeir nemendur sem eiga að vera í tíma, inn í tíma til síns kennara sem les þá upp og svo mæta þeir á sína hreyfistöð kl. 10:45. Þeir sem eru í tíma kl. 11:25 en ekki kl 10:25 mæta bara beint á stöðina kl. 10:45. Það er skyldumæting fyrir alla sem eru í öðrum hvorum eða báðum tímum en ekki fyrir þá sem eru í gati í báðum tímum (en þeim er frjálst að mæta ef þeir vilja).

Skráningá námskeið er hafin á http://www.heilsudagur.com og verður til kl. 22:00 á miðvikudaginn.

Í  hádegishléinu mun hljómsveit skólans spila og syngja fyrir nemendur

Eftir hádegishléið er kennsla skv. stundaskrá