Dagatal

Hér er hægt að nálgast dagatalið á pdf formi:
 
Skóladagatal vorönn 2019

Dagatal bíltæknibrauta vorönn 2019

Heilsu- og forvarnardagurinn

  • 4.10.2018

Fimmtudaginn 4. október næstkomandi er heilsu- og forvarnadagur í skólanum eins og undanfarin ár.

Dagskrá er eftirfarandi:

Kl. 8:30 og til 9:10 verða ávextir, grænmeti og lýsi á boðstólum í anddyrum skólans.
Kl. 8:10 -9:05 er tími skv. stundaskrá.
Kl. 9:10-10:05 er hefðbundin kennsla að því undanskildu að nýnemar fara í gegnum efni tengt forvarnadeginum.  

Skólameistari gefur nemendum graut í frímínútunum. 

Kl. 10:25 Þeir nemendur sem eiga að vera í tíma, mæta inn í tíma til síns kennara sem les þá upp.
Kl. 11:00 Mæting á hreyfistöð. Þeir sem eru í tíma kl. 11:25 en ekki kl 10:25 mæta bara beint á hreyfistöðina kl. 11:00. Það er skyldumæting fyrir alla sem eru í öðrum hvorum eða báðum tímum en ekki fyrir þá sem eru í gati í báðum tímum (en þeim er frjálst að mæta ef þeir vilja).
Hádegishlé: Hljómsveit og söngsveit skólans koma fram.
Eftir hádegi: Kennsla samkvæmt stundaskrá

Skráning er hafin og  fer fram á https://www.heilsudagar.com/ . Skráningu lýkur í hádeginu á miðvikudaginn, mundu að skrá þig sem fyrst því fyrstur kemur fyrstur fær.