Aðalfundur foreldraráðs Borgarholtsskóla

  • 28.9.2022, 18:00 - 19:00

Aðalfundur foreldraráðs Borgarholtsskóla verður haldinn í skólanum, stofu 108, miðvikudaginn 28. september kl. 18–19.

Dagskrá
1. Lög og tilgangur foreldraráðs
2. Kosning fulltrúa í stjórn og varastjórn foreldraráðs
3. Kosning áheyrnarfulltrúa foreldra í skólanefnd
4. Önnur mál

Að loknum aðalfundarstörfum verður boðið upp á stutt fræðsluerindi. Margrét Lilja Guðmundsdóttir segir frá niðurstöðum könnunarinnar Ungt fólk í framhaldsskólum og fjallar um helstu áskoranir þegar kemur að lífi barnanna okkar, sér í lagi eftir Covid. Hvernig líður börnunum okkar – hverju þarf að huga að?