Dagatal

Hér er hægt að nálgast dagatalið á pdf formi:
 
Skóladagatal vorönn 2019

Dagatal bíltæknibrauta vorönn 2019

80's ball

  • 22.11.2018

Nemendafélag Borgarholtsskóla stendur fyrir 80's balli í Austurbæ fimmtudaginn 22. nóvember.
Ballið byrjar kl. 22:00 og stendur til kl. 01:00.Listamenn á ballinu eru Siggi Hlö, Bjartmar Guðlaugs, Herbert Guðmunds og Svarti galdur með Ingó veðurguð.
Þeir nemendur sem mæta á ballið fá frí í tíma kl. 8:10 á föstudaginn og þurfa þeir þá að framvísa ballmiðanum til að fá leyfi.
Farið er þess á leit við foreldra/forráðamenn að leyfa ekki eftirlitslaus partý. Einnig er hvatt til þess að nemendur verði sóttir að balli loknu.
Ölvun á ballinu er óheimil og edrúpottur verður í boði.
Tilmæli til foreldra/forráðamanna.