Leit í bókasafnskerfi - Gegni

Að finna bók í hilluGegnir, samskrá íslenskra bókasafna, er kerfi sem byggir á einni sameiginlegri skrá fyrir bókasöfnin í landinu. Ef farið er inn á Leitir.is má fletta upp megninu af þeim safnkosti sem bókasöfn landsins hafa að bjóða.

Leitir.is er samþætt leitargátt sem leitar samtímis í Gegni og í erlendum gagnasöfnum og rafrænum tímaritum.   Mjög góðar leiðbeiningar eru inn á síðunni, allt frá því hvernig hægt er að leita í einu safni og fylgjast með útlánastöðu lánþega til flókinna leitaraðferða.

Til þess að sjá hvort bók er til á bókasafni BHS er best að smella á hnappinn „Velja safn“:  og velja þar úr lista ,,Framhaldsskólar".  Fyrir aftan leitargluggann birtist þá felligluggi þar sem stendur „Allt efni í Gegni“.  Ýtt er á örina fyrir aftan og þá er hægt að velja „Borgarholtsskóli“.

Þessi aðgerð er ekki nauðsynleg því alltaf er hægt að sjá hvar gagn er til með því að leita að höfundi, titli eða efnisorði og þegar rétta gagnið er fundið er valið „Hvernig næ ég í efnið“.  Þá kemur listi yfir þau söfn sem eiga tiltekið gagn.

4.4.2022