Leit í bókasafnskerfi - Gegni

Að finna bók í hilluGegnir, samskrá íslenskra bókasafna, er kerfi sem byggir á einni sameiginlegri skrá fyrir bókasöfnin í landinu. Ef farið er inn á Leitir.is má fletta upp megninu af þeim safnkosti sem bókasöfn landsins hafa að bjóða.

Leitir.is er leitargátt sem heldur utan um efni á íslenskum bóka-, lista-, minja- og ljósmyndasöfnum. Hægt er að finna bækur, tímarit, tímaritsgreinar, tónlist, myndefni, muni, listaverk, ljósmyndir og fleira.

Hægt er að leita sérstaklega í gögnum sem eru til á bókasafni Borgarholtsskóla á www.borgo.leitir.is. 

14.10.2022