Upplýsingaleit
Þegar finna þarf upplýsingar eða heimildir er skólasafnið besti staðurinn til að byrja leitina. Í hillum safnsins er til heilmikið af efni en einnig er hægt að leita á netinu úr tölvum safnsins.
Ef verið er að leita að ákveðinni bók, kvikmynd eða tímariti er hægt að leita eftir höfundi eða titli.
Höfundur: höfundur bókar, leikstjóri kvikmyndar.
Titill: nafn bókar, kvikmyndar eða tímarits.
Ef verið er að leita að upplýsingum eða heimildum um ákveðið efni er hægt að leita eftir efnisorði.
Efnisorð: orð sem lýsir innihaldi bóka og því efni sem leitað er að.
Leitir.is
Leitir.is er samþætt leitargátt sem leitar samtímis í:
- Gegni (samskrá íslenskra bókasafna),
- Skemman.is. sem er safn námsritgerða og rannsóknarita háskólanna,
- Sarpur.is (menningarsögulegt gagnasafn),
- Ljósmyndasafn Reykjavíkur ,
- Ljósmyndasafn Akraness ,
- rafbækur Norræna hússins .
4.4.2022