Hljóðbækur
Hljóðbókin er mikilvæg öllum sem af einhverjum orsökum eiga í lestrarerfiðleikum. Hún nýtist m.a. þeim sem lesa hægt, stríða við einbeitingarskort og/eða hafa lítið úthald við lestur.
Nemendur geta líka nýtt sér vefinn og appið Storytel – www.storytel.is. Aðgangur kostar 2.690 krónur á mánuði.
Hljóðbókasafn Íslands
Námsmenn, sem ekki geta nýtt sér prentað letur, geta gerst lánþegar á Hljóðbókasafni Íslands. Greining sem staðfestir vanda í lestri tryggir aðgang að þessari þjónustu safnsins. Árgjald safnins er 2000 kr, en er frítt fyrir yngri en 18 ára.
Allir
umsækjendur þurfa því að skila inn umsóknareyðublaði ásamt undirrituðu vottorði
sem hægt er að fá hjá náms- og starfsráðgjafa um að greining liggi fyrir hjá
skólanum. Leiðbeiningar um umsókn að safninu.
Á vef Hljóðbókasafnsins eru einnig nákvæmar leiðbeiningar um hvernig hægt er að hlaða efninu niður á tölvu eða hlusta á síðunni.
.
12.8.2020