Flokkunarkefi

Bækur safnsins eru flokkaðar eftir alþjóðlegu flokkunarkerfi, Dewey-kerfi. Þar er mannlegri þekkingu raðað niður í tíu aðalefnisflokka sem fá númerið 000-900. Þessir efnisflokkar skiptast svo niður í sértækari undirflokka. Aðalflokkarnir eru:


000 Almennt efni500 Raunvísindi
100 Heimspeki, sálfræði
600 Tækni. Hagnýt vísindi
200 Trúarbrögð700 Listir. Skemmtanir. Íþróttir
300 Félagsvísindi
800 Bókmenntir og stílfræði
400 Tungumál900 Landafræði. Sagnfræði. Ævisögur.
Hver bók fær tölu eftir efni samkvæmt þessu kerfi. Þessi tala er kölluð flokkstala. Hvítur miði með flokkstölu og raðorði er límdur á kjöl bókarinnar. Raðorð er þrír fyrstu stafir í nafni höfundar eða titli bókar. Bókunum er raðað í hillur í númeraröð og síðan innan hvers flokks í stafrófsröð eftir raðorði.  Raðað er á skírnarnöfn íslenskra höfunda en eftirnöfn erlendra höfunda.  

4.4.2020