Flokkunarkefi
Bækur safnsins eru flokkaðar eftir alþjóðlegu flokkunarkerfi, Dewey-kerfi. Þar er mannlegri þekkingu raðað niður í tíu aðalefnisflokka sem fá númerið 000-900. Þessir efnisflokkar skiptast svo niður í sértækari undirflokka. Aðalflokkarnir eru:
000 Almennt efni | 500 Raunvísindi |
100 Heimspeki, sálfræði | 600 Tækni. Hagnýt vísindi |
200 Trúarbrögð | 700 Listir. Skemmtanir. Íþróttir |
300 Félagsvísindi | 800 Bókmenntir og stílfræði |
400 Tungumál | 900 Landafræði. Sagnfræði. Ævisögur. |
Hver bók fær tölu eftir efni samkvæmt þessu kerfi. Þessi tala er kölluð flokkstala. Hvítur miði með flokkstölu og raðorði er límdur á kjöl bókarinnar. Raðorð er þrír fyrstu stafir í nafni höfundar eða titli bókar. Bókunum er raðað í hillur í númeraröð og síðan innan hvers flokks í stafrófsröð eftir raðorði. Raðað er á skírnarnöfn íslenskra höfunda en eftirnöfn erlendra höfunda.
4.4.2020