Upplýsingakerfið Inna

Þegar nemendur hefja nám í Borgarholtsskóla fá þeir aðgang að tölvukerfi skólans og upplýsingakerfinu Innu. Í Innu geta nemendur nálgast stundaskrár og bókalista, fylgst með mætingu og skoðað námsferil sinn.

Farið er í Innu af slóðinni www.inna.is eða frá heimasíðu skólans. Þar er valið Innskráning með Íslykli. Síðan er slegin inn kennitala og lykilorð.  Lykilorðið fæst með því að fara á http://www.island.is/islykill og velja þar Panta Íslykil.  Hægt er að velja hvort lykilorðið er sent í heimabanka eða í bréfpósti á lögheimili.  Við fyrstu innskráningu með nýjum íslykli þarf að breyta lyklinum þannig að lykilorðið samanstandi af 10 stöfum sem verða að vera blanda af bókstöfum, tölustöfum og táknum.  Nánari leiðbeiningar er að finna á http://www.island.is/islykill.

Nemendur sem hafa gleymt sínum Íslykli verða að panta nýjan á http://www.island.is/islykill og fá hann sendan í heimabanka eða í bréfpósti á lögheimili.

Áfangastjóri veitir aðstoð eftir þörfum og einnig er hægt að leita til starfsmanna á skrifstofu vegna vandræða með lykilorð.

26.10.2017