Tölvuaðgangur

Nýnemar og endurinnritaðir eldri nemendur fá lykilorð að tölvukerfi skólans send á þau tölvupóstföng sem þeir skráðu við umsókn sína í skólann.  Lykilorðin eru send á póstföngin nokkrum dögum fyrir fyrsta kennsludag.

Verði lykilorð óvirk af einhverjum ástæðum þurfa nemendur að tala við starfsmenn á skrifstofu.

Eitt og sama lykilorð gildir fyrir tölvukerfi skólans, tölvupóst og námsþing (Moodle). Breyti nemandi  lykilorði sínu hér innanhúss að tölvukerfinu þá er hann um leið að breyta lykilorðinu að námsþingi og tölvupósti.

Nemendur fá úthlutað netfangi hjá skólanum. Á þetta netfang berst ýmis póstur frá skrifstofu og stjórnendum skólans. Vefpóstur er á slóðinni http://mail.office365.com/ og tengill er einnig aðgengilegur af heimasíðu skólans.

Í skólanum eru nokkrar tölvustofur sem nemendur hafa aðgang að þegar þær eru ekki uppteknar vegna kennslu. Nemendur hafa einnig aðgang að tölvum og prentara á bókasafni.

12.12.2017