Námsumsjónarkerfið Moodle

Námsumsjónarkerfið Moodle er sá vettvangur þar sem stór hluti náms og kennslu fer fram, jafnt í dagskóla sem dreifnámi. Allir nemendur og kennarar skólans hafa aðgang að Moodle.

Aðgangsorð eru þau sömu og inn á tölvukerfi skólans og eru þau sömu og á síðustu önn – upplýsingar þessa efnis fá nýnemar sendar í byrjun annar á þau tölvupóstföng sem þeir skráðu við umsókn um skólavist. Hafi nemar glatað aðgangsorðum sínum geta þeir snúið sér til skrifstofu skólans og fengið nýtt lykilorð.

Nemendur þurfa að nota innritunarlykla til að skoða hvern áfanga fyrir sig. Kennarar afhenda sínum nemendum innritunarlykil og veita aðstoð eftir þörfum.

10.11.2017