Tölvuþjónusta

Öllum nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla bjóðast afnot af Office forritum Microsoft. Hver notandi getur hlaðið forritunum niður á allt að fimm tæki (tölvur, spjaldtölvur og/eða snjallsíma). Leiðbeiningar

Í Borgarholtsskóla er tölvukerfinu skipt í tvö aðskilin net, annarsvegar staðarnet og hins vegar þráðlaust net. Þráðlausa netið er opið, það er að segja ekki þarf lykilorð eða sérstakar stillingar til þess að komast inn á netið. Í flestum tilfellum munu fartölvur nemenda finna netið sem er auðkennt með nafninu BHS.

Ætlast er til að nemendur sjái sjálfir um viðhald sinna tölva og hafi á þeim viðeigandi vírusvarnir.

Á staðarnetinu eru 7 tölvustofur. Á þriðju hæð bóknámshúss eru tvær tölvustofur notaðar til almennrar tölvukennslu auk þess sem þær eru opnar nemendum til verkefnavinnu þess á milli.

Á annarri hæð eru 3 tölvustofur listnáms. Í málmskála er ein tölvustofa notuð til kennslu á málm- og véltæknibrautum og AutoCAD og í bíladeild í sal á annarri hæð er les- og tölvukennslustofa fyrir nemendur á bíltæknibrautum.

Einnig hafa nemendur aðgang að tölvum á bókasafni.

Hver nemandi hefur heimasvæði sem honum er aðgengilegt úr hvaða tölvu sem er í framangreindum stofum. Stærð heimasvæðis hvers notanda er háð kvóta sem í dag er 30MB.

12.12.2017