Útgefið efni

Frá upphafi kennslu haustið 1996 hafa ýmis rit verið gefin út í skólanum. Hér verða ekki taldar upp blaða- og tímaritsgreinar, námsritgerðir, skýrslur og fréttabréf til innanhússnota.

Skólanámskrá

Í skólanámskrá Borgarholtsskóla er að finna þann ramma sem skólastarfinu er sniðinn.  Stefnuskrá Borgarholtsskóla er birt í skólanámskrá.

Skýrslur um skólastarfið

Skýrslur um sjálfsmat/innra mat Borgarholtsskóla má finna í skólanámskrá.

Afmælisrit

Borgarholtsskóli 10 ára. 2006. Kristján Ari Arason ritstj. Borgarholtsskóli, Reykjavík.

Fræðslumyndir

Borgarholtsskóli 1996-2006. Afmælismynd. 2006. Myndgerð Sveinn M. Sveinsson, Guðrún Ragnarsdóttir. Borgarholtsskóli, Reykjavík.

Mennt er máttur. Sérkennsla í framhaldsskólum. 2003. Framleiðandi Þorgeir Guðmundsson. Borgarholtsskóli, Reykjavík.

Brot úr myndinni Mennt er máttur.

Vefsetur

Núverandi vefur, sem opnaði í maí 2015, er 6. útgáfa vefs fyrir skólann. Á vefnum eru meðal annars skólanámskrá Borgarholtsskóla, fréttir, tilkynningar og greinar.

Tímarit - fréttabréf

Nemendur fá reglulega sent með tölvupósti fréttaritið Nema hvað? með upplýsingum um það helsta í skólastafinu, t.d. val og prófareglur. Á hverri önn er gefið út fréttabréf fyrir foreldra nýnema.

Kynningarbæklingur

Vorið 2016 var gefinn út kynningarbæklingur um skólann.

7.6.2017.