Vinnustaðanám erlendis

10/3/2017

  • Vinnustaðanám erlendis vor 2017
  • Vinnustaðanám erlendis vor 2017
  • Vinnustaðanám erlendis vor 2017

Um þessar mundir eru þrír nemendur í vinnustaðanámi erlendis og verða það í fjórar vikur. Tveir nemendur eru í Reggio Emila skóla í Portúgal og einn nemandi er á frístundaheimili í Horsens í Danmörku. Allir eiga nemendurnir sameiginlegt að vera í félagsmála- og tómstundanámi og hafa lokið vinnustaðanámi með góðum árangri á Íslandi. Bæði nemendur og kennarar hafa unnið hörðum höndum að því að þetta verði að veruleika og eiga nemendurnir hrós skilið fyrir sinn hluta af undirbúningsvinnunni.

Alþjóðasamskipti og -samstarf er alltaf að verða stærri og stærri hluti af náms- og starfsumhverfi framhaldskólanna. Styrkir frá stofnunum eins og Rannís og Erasmus+ og aukin vitund í samfélaginu um mikilvægi alþjóðasamstarfs hefur gert nemendum í félagsmála- og tómstundanámi, leikskólaliðanámi og félagsliðanámi í Borgarholtsskóla mögulegt að sækja hluta af starfsnámi sínu í til skóla og stofnanna utan landssteinanna.

Verkefnið heldur áfram næstu annir þar sem metnaðarfullum og námsfúsum nemendum stendur til boða að sækja um að fara utan í vinnustaðanám í fjórar vikur. Þau lönd sem nú þegar eru tilbúin í samstarf eru Portúgal, Danmörk, Svíþjóð og Finnland. Þessi listi er þó ekki tæmandi þar sem öll lönd innan Evrópusambandsins koma einnig til greina. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira