Nemendur halda til Þýskalands

19/5/2017

  • Snæfríður, Kári og skólameistarar
  • Snæfríður og Kári
  • Snæfríður og Kári ásamt foreldrum, kennurum og stjórnendum í BHS
  • Bernd Hammerschmidt þýskukennari

Frá árinu 2009 hafa 24 nemendur skólans farið á þriggja vikna sumarnámskeið í Þýskalandi. Þetta er hluti af PASCH samstarfsverkefninu sem skólinn tekur þátt í og er nemendum og skólanum að kostnaðarlausu.  Verkefnið borgar ferðir, dvöl, námskeið og uppihald nemenda.

Nú í sumar halda þau Snæfríður Ebba Ásgeirsdóttir og Kári Alexander Þórðarson til Duderstadt sem er 22.000 manna bær suður af Hannover.

Þau dvelja þarna megnið af júlí ásamt öðrum þýskunemendum alls staðar að úr heiminum. Markmiðið er fyrst og fremst að læra meiri þýsku og öðlast aukna færni í að tala málið ásamt því að kynnast Þýskalandi á nýjan og skemmtilegan hátt. Ekki er síður mikilvægt að víkka sjóndeildarhringinn með því að kynnast ungu fólki af ólíku þjóðerni og menningu. Tungumál opna dyr.

Það eru þýskukennarar skólans, þau Sigurborg og Bernd, sem bera hitann og þungan af framkvæmd PASCH verkefnisins fyrir hönd skólans.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira