Fréttir og tilkynningar

BHS

Hraðtafla - 15/1/2018

Þriðjudaginn 16. janúar verður kennt eftir hraðtöflu, þ.e. kennslustundir verða styttar fyrir hádegi til að koma fyrir umsjónartíma. Þetta á við um alla áfanga nema lotur á bíltæknibrautum.

Lesa meira
Kynningarfundur fyrir nýnema í dreifnámi á félagsvirkni- og uppeldissviði vor 2018

Kynningafundur - 12/1/2018

Fimmtudaginn 12. janúar mættu nýnemar í dreifnámi á félagsvirkni- og uppeldissviði á kynningarfund.

Lesa meira
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir

Ásta Laufey nýr aðstoðarskólameistari - 11/1/2018

Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari verður í leyfi frá skólanum til vors 2019 og hefur Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir verið ráðin til að leysa hann af.

Lesa meira
Gettu betur lógó

BHS komið í aðra umferð Gettu betur - 11/1/2018

Lið Borgarholtsskóla sigraði lið Fjölbrautaskólans við Ármúla í fyrstu umferð Gettu betur sem fór fram miðvikudagskvöldið 10. janúar og komst þar með í aðra umferð keppninnar.

Lesa meira
Landsliðsstyrkir afhentir í janúar 2018

Landsliðsstyrkir afhentir - 10/1/2018

Mánudaginn 8. janúar voru landsliðsstyrkir afreksíþróttasviðsins afhentir í 7. sinn. 19 nemendur höfðu tekið þátt í verkefnum landsliða á vegum sérsambanda á síðustu önn og hlutu styrki.

Lesa meira
Skólinn faðmaður haust 2014

Íþróttir í Egilshöll - 9/1/2018

Hér eru frjálsu tímarnir sem boðið er upp á í Egilshöll, en nemendur geta mætt þar á ákveðnum tímum til að fá mætingu.

Lesa meira
Merki Innu

Upphaf vorannar og töflubreytingar - 29/12/2017

Kennsla á vorönn 2018 hefst mánudaginn 8. janúar samkvæmt stundatöflu. Töflubreytingar standa yfir frá 4. janúar.

Lesa meira
Brautskráning desember 2017

Brautskráning - 20/12/2017

Fimmtudaginn 21. desember voru rúmlega hundrað nemendur brautskráðir af flestum brautum Borgarholtsskóla.

Lesa meira
Kristófer Bergmann Skúlason flytur fyrirlestur

Kristófer með fyrirlestur - 19/12/2017

Mánudaginn 18. desember flutti Kristófer Bergmann Skúlason nemandi af félags- og hugvísindabraut áhrifamikinn fyrirlestur fyrir starfsfólk skólans og vakti athygli á mikilvægu lífsviðhorfi.

Lesa meira
Bílagjöf frá Heklu

Bílagjöf frá Heklu - 15/12/2017

Föstudaginn 15. desember afhenti bílaumboðið Hekla Borgarholtsskóla bifreið af gerðinni Audi TT. Bíllinn verður notaður við kennslu á bíltæknibrautum skólans.

Lesa meira
Mynd fengin af vef BL ehf.

Nemendur í inntökuprófi hjá BL - 14/12/2017

Á dögunum tóku 11 nemendur í bíliðngreinum inntökupróf hjá bílaumboðinu BL ehf.

Lesa meira
Kennsla á félagsvirkni- og uppeldissviði í desember 2017

Þjálfun í umferli - 8/12/2017

Föstudaginn 8. desember fengu nemendur í fötlunarfræði kynningu þar sem farið var yfir ýmislegt sem snertir blinda og sjónskerta.

Lesa meira
Verðlaun veitt fyrir enskar smásögur í desember 2017

Verðlaun veitt fyrir enskar smásögur - 8/12/2017

Fimmtudaginn 7. desember veitti enskudeildin fimm nemendum viðurkenningu fyrir smásögur á ensku.

Lesa meira
Skólinn

Námsmatsviðtöl og staðfesting vals - 8/12/2017

Þriðjudaginn 19. desember milli kl. 11 og 13 er nemendum í dagskóla boðið til námsmatsviðtala. Viðtölin koma í stað prófsýningar í eldra skipulagi.

Lesa meira
Fræðsluferð í Þjóðleikhúsið í desember 2017

Heimsókn í Þjóðleikhúsið - 7/12/2017

Í vikunni brugðu eldri nemendur af sérnámsbraut sér í fræðsluferð í Þjóðleikhúsið og fengu góðar móttökur.

Lesa meira
Heimir Hallgrímsson

Heimir í heimsókn - 5/12/2017

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, heimsótti Borgarholtsskóla í dag.

Lesa meira
Nemendur í LEI2A05 sýndu brot úr leikverkum

Brot úr leikverkum - 29/11/2017

Þriðjudaginn 28. nóvember sýndu nemendur í leiklist brot úr verkum ungra samtímahöfunda.

Lesa meira
Heimsókn til Finnlands vegna Global learning í nóvember 2017

Heimsókn til Finnlands - 23/11/2017

Nú stendur yfir annar hluti Nordplus-verkefnisins Global learning power. Fer sá hluti fram í Finnska bænum Porvoo sem er rétt vestan við höfuðborgina Helsinki.

Lesa meira
Skólinn faðmaður haust 2014

Breytingar á íþróttatímum - 17/11/2017

Breytingar hafa orðið á íþróttatímunum sem boðið er upp á í Egilshöll.

Lesa meira
Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2017

Upplestur - 16/11/2017

Á degi íslenskrar tungu var nemendum í Borgarholtsskóla  boðið í Borgarbókasafnið í Spöng að hlusta á Jónas Reyni Gunnarsson rithöfund lesa úr verkum sínum.

Lesa meira
Vinnustaðanám erlendis - kynning

Vinnustaðanám erlendis - 16/11/2017

Þriðjudaginn 14. nóvember sögðu fjórir krakkar af félagsvirkni- og uppeldissviði frá vinnustaðanámi sínu sem þau tóku erlendis að þessu sinni. Verkefnið er styrkt af Erasmus+

Lesa meira
Ársæll Guðmundsson skólameistari og Sveinn Þorgeirsson verkefnisstjóri auk fulltrúa TM Gunnari Oddssyni.

Samningur við TM - 8/11/2017

Miðvikudaginn 8. nóvember var skrifað undir samstarfssamning við TM sem með samkomulaginu styrkir afreksíþróttasvið BHS nú sem fyrri ár.

Lesa meira
Magnús Einarsson í starfskynningu í  Hollandi

Starfskynning í Hollandi - 1/11/2017

Dagana 9.-13. október var Magnús Einarsson kennari í félagsfræði í starfskynningu í Hollandi.

Lesa meira
Verkefni unnið í bílamálun á haustönn 2017

Auglýsing á bíl - 1/11/2017

Nemendur í bílamálun fengu það verkefni nú á haustdögum að útfæra auglýsingu á bíl.

Lesa meira
Samningur við Opin kerfi undirritaður 27. október 2017

Samningur við Opin kerfi undirritaður - 27/10/2017

Föstudaginn 27. október var samningur við Opin kerfi undirritaður í Borgarholtsskóla.

Lesa meira
BHS

Valdagur - 27/10/2017

Þriðjudaginn 31. október verða allir tímar fyrir hádegi styttir til að skapa svigrúm fyrir aðstoð við skráningu áfanga fyrir vorönn 2018. Þetta gildir um allar kennslustundir nema lotur í bílgreinum.

Lesa meira
Hekla bílaumboð gaf BHS mikið magn varahluta í október 2017

Vegleg gjöf - 25/10/2017

Þriðjudaginn 24. október gaf bílaumboðið Hekla Borgarholtsskóla mikið magn varahluta.

Lesa meira
Krakkar af leikskólanum Langholti í heimsókn í október 2017

Heimsóknir - 25/10/2017

Þriðjudaginn 24. október var gestkvæmt í Borgarholtsskóla en þá komu í heimsókn tveir hópar, annar úr Vættaskóla og hinn úr leikskólanum Langholt.

Lesa meira
Matthias Heil

Matthias leystur út með gjöf - 19/10/2017

Matthias Heil hefur undanfarið verið aðstoðarkennari í þýsku. Í lok mánaðarins lýkur dvöl hans hér og af því tilefni var honum færð gjöf.

Lesa meira
Frambjóðendur í heimsókn

Frambjóðendur í heimsókn - 18/10/2017

Í tilefni alþingiskosninga sem fram fara þann 28. október næstkomandi var haldinn fundur með frambjóðendum í Borgarholtsskóla. Átta flokka áttu fulltrúa á fundinum. 

Lesa meira
Team Spark - T17 Loki mældur

Team Spark - 16/10/2017

BHS hefur verið i samvinnu við Team Spark. Þessa dagana fer fram mæling á nýja bílnum T17 Laki og í síðustu viku voru skólanum gefin tvö body og grindur af eldri kappakstursbílum.

Lesa meira
Heilsudagurinn 4. október 2017

Heilsudagur - 4/10/2017

Heilsudagur var haldinn í dag, 4. október í Borgarholtsskóla.  Kennsla var brotin upp hluta úr degi og á þeim tíma var boðið upp á fjölbreyttar stöðvar sem allar miðuðu að því að rækta líkama og sál.

Lesa meira
Verðlaun afhent fyrir enskar smásögur

Smásagnasamkeppni - 2/10/2017

FEKÍ, Félag enskukennara á Íslandi, efnir til árlegrar smásagnakeppni á ensku fyrir framhaldsskóla og eru nemendur  Borgarholtsskóla hvattir til þess að taka þátt.

Lesa meira
Frá afhending bókarinnar

"Við ættum öll að vera femínistar" - 27/9/2017

Í dag miðvikudaginn 27. september mættu fulltrúar Kvenréttindafélags Íslands í Borgarholtsskóla til að afhenda formlega fyrstu eintök bókarinnar Við ættum öll að vera femínistar.

Lesa meira
Lýðræðisfundur haldinn 22. september 2017

Lýðræðisfundur - 22/9/2017

Föstudaginn 22. september 2017 var haldinn lýðræðisfundur í Borgarholtsskóla. Um það bil 110 nemendur komu saman í matsal skólans og ræddu skólann og skólastarfið.

Lesa meira
Nemendur úr PLV1A05 í heimsókn haust 2017

Heimsókn í Ísloft - 18/9/2017

Föstudaginn 15. september fóru nemendur í plötusmíði (PLV1A05) í heimsókn í Ísloft.

Lesa meira
Heimsókn Tom Torlaksson í Borgarholtsskóla 15. september 2017

Heimsókn frá Kaliforníu - 15/9/2017

Föstudaginn 15. september kom Tom Torlaksson yfirmaður kennslumála í Kaliforníu í heimsókn í Borgarholtsskóla.

Lesa meira
BHS gerir samning við Styrk september 2017

Formlegt samstarf - 14/9/2017

Sjúkraþjálfunarstöðin Styrkur ehf og afreksíþróttasvið BHS eru komin í formlegt samstarf.

Lesa meira
The Global Goals - logo

Nordplus verkefni - 12/9/2017

Sjö einstaklingar úr Borgarholtsskóla eru á leið til Danmerkur til að taka þátt í verkefni sem snýst um alheimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og er styrkt af Nordplus.

Lesa meira
Nýnemaferð september 2017

Nýnemaferð - 6/9/2017

Í morgun héldu tæplega 300 nemendur Borgarholtsskóla til Stokkseyrar til að taka þátt í árlegum nýnemadegi.

Lesa meira
Grunnskólanemar í málmsmíðavali haust 2017

Grunnskólanemar í Borgó - 5/9/2017

Í vetur munu 80 nemendur úr 12 grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu læra grunnatriði í málmsmíði.

Lesa meira
Vinnufundur í Erasmus+ verkefninu

"Áhugi skiptir máli" - 4/9/2017

Fyrsti fundur Erasmus+ verkefnisins sem ber heitið "Áhugi skiptir máli" var haldinn helgina 1.-3. september í Reykjavík.

Lesa meira
Bíll sem hannaður var af Team Spark

BHS í samvinnu við Team Spark - 4/9/2017

Team Spark var í samvinnu við Borgó þegar liðið hannaði og setti saman kappakstursbílinn Loka.

Lesa meira
Endurvinnsluílát

Skref í umhverfisvernd - 25/8/2017

Í dag, föstudaginn 25. ágúst, voru allar ruslatunnur fjarlægðar úr kennslustofum og flokkunarílátum komið fyrir á göngum skólans.

Lesa meira
Kynningarfundur fyrir nýnema í dreifnámi á félagsvirkni- og uppeldissviði haust 2017

Nýnemar í dreifnámi - 25/8/2017

Fimmtudaginn 24. ágúst mættu nýnemar í dreifnámi á félagsvirkni- og uppeldissviði á kynningarfund.

Lesa meira
Kynningarfundur fyrir nýnema og forráðamenn haustönn 2017

Nýnema- og foreldrakynning - 18/8/2017

Fimmtudaginn 17. ágúst var nýnemum, sem eru að koma beint úr grunnskóla,  og forráðamönnum þeirra boðið að koma í Borgarholtsskóla á stuttan kynningafund.

Lesa meira
Arnar Huginn Ingason

Arnar Huginn hlaut styrk - 4/7/2017

Arnar Huginn Ingason hlaut á dögunum styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Tuttugu og átta nemnendur úr sextán framhaldsskólum hlutu styrk að þessu sinni.

Lesa meira
Frá vinstri: Katarina (starfsnemi), Karin (umsjónarkona), Alexandra, Örn, Ester Alda, Goethe, Guðbjörg, Harpa, Egill, Arnar, Hilmar, Mai (frá Danmörku) og Auður Ósk

Brautskráðir nemendur taka þátt í vinnustofu - 20/6/2017

Síðast liðna helgi tóku níu fyrrum nemendur Borgarholtsskóla þátt í vinnustofu útskrifaðra Goethe-nema (Goethe Alumni Workshop) í Kaupmannahöfn.

Lesa meira
Lýðræðisfundur 27. október 2016

Borgarholtsskóli vinsæll - 14/6/2017

Óhætt er að segja að Borgarholtsskóli njóti vinsælda nýútskrifaðra tíundubekkinga en skólinn var í öðru sæti á landsvísu þegar litið er til fyrsta vals.

Lesa meira
Nemendur af afrekssviði haust 2016

Afreksíþróttasvið fékk Máttarstólpann - 7/6/2017

Á Grafarvogsdaginn, 27. maí 2017, fékk afreksíþróttasvið BHS afhentan Máttarstólpann, en það er viðurkenning frá hverfisráði Grafarvogs.

Lesa meira

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira