Umgengnisreglur

  • Ekki er gengið um skólahúsið á útiskóm. Í anddyri eru skóhillur og allir nemendur eiga kost á læstum skáp.
  • Reykingar og tóbaksnotkun eru bannaðar í skólahúsinu og á skólalóð.
  • Neysla áfengis og annarra vímuefna eða að vera undir áhrifum slíkra efna er með öllu óheimilt í skólahúsinu. Á skemmtunum sem haldnar eru í nafni skólans er einnig bannað að neyta áfengis eða annarra vímuefna.
  • Ef nemandi veldur skemmdum á húsnæði eða búnaði skólans er hann bótaskyldur.
  • Matar og drykkjar skal aðeins neyta í matsal. Öllu rusli skal fleygja í ruslafötur.
  • Bílum skal leggja á afmörkuð bílastæði.