Skólasóknarreglur

Skólasókn

Nemendur skulu sækja allar kennslustundir og koma stundvíslega til kennslu. Gerð er lágmarkskrafa um 90% heildarskólasókn á önn.

 • Sama lágmarkskrafa er gerð um skólasókn í einstökum áföngum nema annað komi fram í námsáætlunum.

Seinkomur og fjarvistir

 • Komi nemandi of seint í kennslustund er skráð seinkoma. Tvær seinkomur jafngilda einni fjarvist.
 • Ef liðnar eru meira en 10 mínútur af kennslustund er skráð fjarvist.

Veikindi

 • Veikindi skal tilkynna fyrir hádegi hvern veikindadag. Forráðamenn nemenda undir sjálfræðisaldri þurfa að tilkynna veikindi þeirra.
 • Tilkynnt veikindi eru dregin frá fjarvistum í einstökum áföngum fari þau ekki yfir 10% af kenndum tímum á önninni.

Skólasóknareinkunn

 • Einkunnir fyrir skólasókn eru eftirfarandi:
 • 99 – 100 %       heildarmæting              10   
 • 98 – 99 %         heildarmæting              9     
 • 96 – 98 %         heildarmæting              8
 • 94 – 96 %         heildarmæting              7
 • 92 – 94 %         heildarmæting              6
 • 90 – 92 %         heildarmæting              5
 • 86 - 90 %         heildarmæting              4
 • 82 – 86 %         heildarmæting              3
 • 76 – 82 %         heildarmæting              2
 • 0 – 76 %          heildarmæting              1
 • Skólasóknareinkunn ákvarðast af tímasókn og stundvísi.
 • Nái nemandi í fullu námi einkunninni 8 eða hærri fær hann eina námseiningu á viðkomandi önn.

 

Nánari ákvæði

a)     Sé skólasóknareinkunn undir 5 þarf nemandinn að sækja um skólavist í Menntagátt hyggist hann halda áfram námi. Ekki er þó tryggt að hann fái inngöngu.

b)    Fari heildarskólasókn niður í 95% fær nemandinn áminningu.  Fari heildarskólasókn niður fyrir 90% er nemandi boðaður til viðtals hjá verkefnastjóra mætinga, áfangastjóra, kennslustjóra, aðstoðarskólameistara eða skólameistara.

c)     Engin leyfi eru gefin vegna læknisheimsókna, ökunáms eða annarra tilfallandi fjarvista.

d)    Nemandi sem vegna langvarandi eða ítrekaðra veikinda eða áfalla getur ekki sótt kennslustundir skal leita samþykkis viðkomandi kennara á námstilhögun og skila vottorði frá meðferðaraðila á skrifstofu skólans.

e)     Nemendur með langtímavottorð skulu endurnýja slík vottorð við upphaf hverrar annar og skila þeim á skrifstofu skólans.

f)     Skólameistari getur veitt tímabundið leyfi frá tímasókn í sérstökum tilvikum, s.s. vegna dauðsfalls í fjölskyldu, keppnisferða landsliða og erlends skólasamstarfs.


2.9.2014