Prófareglur

 • Próftafla skólans er birt nemendum og kennurum í Innu. Einnig er hún birt á heimasíðu skólans.
 • Próftaflan sýnir niðurröðun prófa, prófdaga og próftíma.
 • Próf eru haldin tvisvar á hverjum prófdegi, kl. 9.00 og kl. 13.00. Í undantekningartilfellum eru próf einnig haldin kl. 11.
 • Prófin eru 90 mínútur nema annað sé tilgreint. Nemandi sem kemur til prófs þegar hálfur próftíminn er liðinn, fær ekki að taka viðkomandi próf.
 • Nemendur mega ekki yfirgefa prófstofu fyrr en hálfur próftíminn er liðinn.
 • Nemandi sem kemur of seint í próf, fær ekki lengri próftíma.
 • Kennarar viðkomandi prófa koma tvisvar í prófstofu meðan á prófi stendur.
 • Nemandi sem staðinn er að misferli í prófi (t.d. notar óheimil hjálpargögn, veitir eða þiggur hjálp frá öðrum nemanda) er vísað til skólameistara. Nemandi fær falleinkunn í áfanganum og skriflega áminningu. – Sama regla gildir um misferli þar sem námsmat felst í öðru en skriflegu lokaprófi.
 • Slökkt skal á farsímum meðan á prófi stendur og skulu þeir hafðir á gólfi við hlið próftaka.
 • Ef tvö próf rekast á í próftöflu nemanda á hann rétt að að taka annað prófið á sjúkraprófsdegi. (Sjá próftöflu). Tvö próf á sama degi teljast ekki árekstur nema þau séu á sama tíma.
 • Ef nemandi er veikur á prófdegi skal það tilkynnt áður en próf hefst á skrifstofu skólans

16.6.16