Leyfi

Eftirfarandi reglur gilda um leyfi:

  • Engin leyfi eru gefin vegna læknisheimsókna, ökunáms eða annarra tilfallandi fjarvista.
  • Nemandi sem vegna langvarandi eða ítrekaðra veikinda eða áfalla getur ekki sótt kennslustundir skal leita samþykkis viðkomandi kennara á námstilhögun og skila vottorði frá meðferðaraðila á skrifstofu skólans.
  • Nemendur með langtímavottorð skulu endurnýja slík vottorð við upphaf hverrar annar og skila þeim á skrifstofu skólans.
  • Skólameistari getur veitt tímabundið leyfi frá tímasókn í sérstökum tilvikum, s.s. vegna dauðsfalls í fjölskyldu, keppnisferða landsliða og erlends skólasamstarfs.

Ef óskað er eftir leyfi þarf að fylla út umsókn og skila á skrifstofu skólans.  Umsókn um leyfi til útprentunar .

07.10.13