Hlutverk umsjónarkennarans

Umsjónarkennarinn hefur stuðnings- og eftirlitshlutverki að gegna. Hann er persónulegur tengiliður nemandans við skólann. Hlutverk sitt rækir umsjónarkennari fyrst og fremst með því að sýna nemandanum og velferð hans áhuga og hvetja hann til dáða.

Helstu formlegu verkefni umsjónarkennara:

  • Fastir vikulegir fundir með umsjónarnemendum á fyrsta ári.
  • Reglulegt eftirlit með skólasókn sinna umsjónarnemenda.
  • Upplýsa nemendur um skólastarfið.
  • Upplýsa foreldra nemenda undir 18 ára aldri um stöðu þeirra. Tengingu er komið á við foreldra nýnema með kynningarfundi í upphafi haustannar. 
  • Upplýsa skólastjórnendur og námsráðgjafa um stöðu nemenda.
  • Kanna námsframvindu nemenda.
  • Aðstoða nemendur við námsval og/eða námsáætlun.
  • Athuga líðan nemenda og hug þeirra til skólastarfsins með einkaviðtölum.
  • Almennar umræður við umsjónarhópinn um málefni sem varða áhugasvið þeirra og/eða skólastarfið.

Umsjónarkennara ber að fylgja eftir hagsmunamálum nemenda sinna með því að vísa þeim til náms- og starfsráðgjafa eða annarra viðeigandi aðila eftir þörfum hverju sinni.

10.11.2015