Mætingastjóri

Við Borgarholtsskóla starfar verkefnastjóri mætinga. Hlutverk hans er að hafa umsjón með þeim nemendum sem ekki hafa stundað nám sitt í samræmi við það sem skólareglur kveða á um. Verkefnastjóri mætinga hefur samband við umrædda nemendur, grennslast fyrir um ástæður slakra mætinga og gerir í framhaldi af því sérstakan námssamning við viðkomandi með það að markmiði að bæta ástundun. Verkefnastjóri mætinga fylgir því eftir að samningurinn sé haldinn.

8.1.2015