Nemendaumsjón

Ólögráða nemendum á fyrsta ári í dagskóla er skipaður umsjónarkennari. Sérstök áhersla er á umsjón nýnema sem birtist t.d. í því að umsjóna- og lífsleiknikennsla er samþætt í þeim tilgangi að halda vel utan um nemendur er þeir stíga sín fyrstu skref í framhaldsskóla. Hlutverk umsjónarkennarans er m.a. að leiðbeina nemandanum við skipulag náms, veita honum upplýsingar um skólastarfið og um þá þjónustu sem skólinn veitir.

Eldri nemendur geta snúið sér til kennara, sem kennir þeim, um hvaðeina varðandi námið og stöðu þeirra í skólanum.


10.11.2015