Miðannarmat - Tarnapróf

Miðannarmat skal gefið öllum nemendum skólans og skráð í Innu. Ekki eru prentuð út sérstök einkunnablöð heldur verður matið aðgengilegt á Innu. Bréf verða send til foreldra/forráðamanna nemenda undir 18 ára aldri um hvernig þeir geta nálgast matið.

Matið er hugsað sem umsögn um ástundun (virkni í tímum, heimavinnu, verkefnaskil, einkunnir á skyndiprófum, mætingu o.þ.h.) en ekki einkunn og á þannig að vera hvatning til nemandans um að halda áfram á réttri braut eða taka sig á.

Þetta gengur þannig fyrir sig að fagkennari gefur öllum nemendum sínum miðannarmat í Innu og er einkunnaskalinn eftirfarandi:

  • A = Afar góð ástundun. Ef nemandinn heldur svona áfram getur hann náð mjög góðum árangri í áfanganum.
  • G = Góð ástundun. Ef nemandinn heldur svona áfram getur hann náð nokkuð góðum árangri í áfanganum en gæti gert betur.
  • V = Vart viðunandi ástundun. Nemandinn þarf að bæta sig til þess að ná viðunandi árangri í áfanganum.
  • O = Óviðunandi ástundun. Nemandinn þarf að bæta sig verulega til þess að eiga möguleika á að ná áfanganum.

Á framhaldsskólabraut eru lögð fyrir svokölluð tarnarpróf um miðja önn. Er það gert til að skapa skil í námi fyrir nemendur brautanna. Eru prófin notuð sem grundvöllur miðannarmats.