Val nemenda

Á hverri önn velja nemendur áfanga fyrir komandi önn. Í skóladagatali er tilgreint tímabil þegar valið á að fara fram. Nemendur fá frá sínum umsjónarkennara upplýsingar um áfanga sem ástæða þykir að vekja sérstaka athygli á. Gildir það bæði um frjálst val nemenda og kjörsviðsval.

Valtímabilið stendur yfir í rúma viku, yfirleitt frá miðvikudegi til miðvikudags. Í lok tímabilsins hitta nemendur umsjónarkennara sína og staðfesta val sitt með undirritun valblaðs. Undirritað valblað staðfestir umsókn nemandans um skólavist á komandi önn. Skrái nemandi ekki val er litið svo á að hann ætli ekki að halda áfram námi við skólann.