Val fyrir haustönn 2018

  • 16.3.2018

Skipulag á skráningu áfanga fyrir haustönn verður nú með breyttu sniði. Breytingin er gerð til þess að auka ráðgjöfina því nemendur átta sig ekki alltaf á skipulagi námsins í áfangakerfinu.

Í stað heillar viku áður verður bara einn dagur, föstudagurinn 16. mars, ætlaður til skráningarinnar í Innu. Þá fellur niður kennsla í 2. og 3. tíma og nemendur mæta í einstaklingsráðgjöf milli kl. 9.15 og 11.35. Nemendur sem hafa umsjónarkennara mæta til hans en aðrir mæta til sviðstjóra, deildarstjóra eða námsráðgjafa samkvæmt skipulagi sem nemendur hafa fengið sent og verður sett á tilkynningatöflur á föstudaginn.

Til að minnka biðtímann skiptum við nemendahópnum í tvennt. Þeir sem eru í fyrri hluta stafrófsins, A – H, mæta kl. 9.15 en þeir sem eru í seinni hlutanum, I – Ö, mæta kl. 10.35. Þetta er þó ekki heilög skipting ef hún hentar illa fyrir einhvern.

Nemendur eru hvattir til að skoða framboð kjörsviðs- og valáfanga áður en þeir mæta í ráðgjöfina.

Áætlað áfangaframboð haust 2018.