Flokkunarkefi

Bækur safnsins eru flokkaðar eftir alþjóðlegu flokkunarkerfi, Dewey-kerfi. Þar er mannlegri þekkingu raðað niður í tíu aðalefnisflokka sem fá númerið 000-900. Þessir efnisflokkar skiptast svo niður í sértækari undirflokka. Hér eru þeir helstu:


000 Almennt efni, undirstöðufræði 600 Tækni, iðnaður
004 Tölvufræði, tölvusamskipti 610 Heilbrigðisvísindi, læknisfræði
005 Tölvuforritun, tölvuforrit 620 Verkfræði
010 Bókaskrár 621.8 Vélfræði
020 Bókasafnsfræði 629.2 Bílgreinar
030 Alfræðirit 630 Landbúnaður og sjávarútvegur
100 Heimspeki 640 Heimili, húshald
150 Sálfræði 650 Stjórnun, skrifstofuhald
200 Trúarbrögð 658 Verslun
300 Samfélagsgreinar 671 Málmgreinar
301 Félagsfræði 690 Byggingariðnaður
320 Stjórnmál 700 Listir, skemmtanir
330 Hagfræði 750 Málaralist
340 Lögfræði 780 Tónlist
360 Félagsleg þjónusta 792 Leiklist
370 Menntamál 796 Íþróttir
390 Þjóðfræði 800 Bókmenntir
400 Tungumál 810 Bókmenntir á íslensku
410 Íslenska 820 Bókmenntir á ensku
420 Enska 830 Bókmenntir á þýsku
430 Þýska 839.8 Bókmenntir á dönsku
439.8 Danska 840 Bókmenntir á frönsku
440 Franska 900 Saga, landafræði, ævisögur
500 Raunvísindi 909 Almenn mannkynssaga
510 Stærðfræði 910 Landafræði, ferðir
530 Eðlisfræði 914 Landafræði Evrópu
540 Efnafræði 914.91 Landafræði Íslands
550 Jarðvísindi 920 Ævisagnasöfn
570 Líffræði 921 Ævisögur einstaklinga
580 Grasafræði 940 Saga Evrópu
590 Dýrafræði 949.1 Saga Íslands


Hver bók fær tölu eftir efni samkvæmt þessu kerfi. Þessi tala er kölluð flokkstala. Hvítur miði með flokkstölu og raðorði er límdur á kjöl bókarinnar. Raðorð er þrír fyrstu stafir í nafni höfundar eða titli bókar. Bókunum er raðað í hillur í númeraröð og síðan innan hvers flokks í stafrófsröð eftir raðorði.  Raðað er á skírnarnafn íslenskra manna en eftirnafn erlendra.
 
13.1.2014